Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Þróttur skoraði fimm gegn Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 5 - 3 Fram
1-0 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('4 )
1-1 Una Rós Unnarsdóttir ('7 )
2-1 Hildur Laila Hákonardóttir ('22 )
2-2 Katrín Erla Clausen ('23 )
3-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('31 )
3-3 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('52 )
4-3 Sylvía Birgisdóttir ('71 , Sjálfsmark)
5-3 Hildur Laila Hákonardóttir ('76 )

Þróttur R. tók á móti Fram í fyrstu umferð Reykjavíkurmóts kvenna og úr varð skemmtilegur markaleikur á AVIS vellinum þar sem liðin skiptust á að skora.

Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir tók forystuna fyrir heimakonur snemma leiks en Una Rós Unnarsdóttir var fljót að jafna.

Hildur Lalla Hákonardóttir kom Þrótti svo aftur yfir á 22. mínútu en Katrín Erla Clausen jafnaði mínútu síðar fyrir Fram.

Heimakonur leiddu þó í leikhlé eftir að Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði á 31. mínútu, en Fram jafnaði í síðari hálfleik með marki frá Ólínu Sif Hilmarsdóttur.

Staðan hélst jöfn 3-3 allt þar til á 71. mínútu þegar Sylvía Birgisdóttir var óheppin að gera sjálfsmark, skömmu áður en Hildur Lalla fullkomnaði sigurinn með öðru marki sínu í leiknum.

Lokatölur urðu því 5-3 fyrir Þrótt sem spilar næst við Víking R. á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner