Cristiano Giuntoli yfirmaður fótboltamála hjá Juventus hefur staðfest áhuga félagsins á úrúgvæska varnarmanninum Ronald Araújo hjá Barcelona.
Juve ætlar að reyna að kaupa Araújo í janúarglugganum þar sem félagið veit að Börsungar eru í fjárhagsvandræðum og mögulega tilbúnir til að selja leikmanninn.
Giuntoli staðfesti einnig að Juve hefur mikinn áhuga á Randal Kolo Muani, framherja PSG sem er til sölu í glugganum.
„Ronald Araujo og Randal Kolo Muani eru frábærir leikmenn. Vonandi verður næsta vika hjá okkur góð þegar kemur að leikmannamálum," sagði Giuntoli.
Hansi Flick, aðalþjálfari Barca, segist þó helst vilja halda Araújo innan herbúða félagsins.
„Ég vil halda honum í leikmannahópnum hérna því þetta er einn af bestu varnarmönnum í heimi. Hann er kominn aftur eftir meiðsli og mun fá meiri spiltíma þegar hann kemst í leikform," segir Flick.
Þar að auki voru góðar fregnir að berast úr herbúðum Barcelona þar sem miðjumaðurinn efnilegi Pedri er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Athugasemdir