Búið er að ákveða dagsetningar og staðsetningu fyrir milliriðil Íslands í undankeppni fyrir EM U17 landsliða kvenna.
Riðillinn verður leikinn á Spáni frá 8.-14. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn Belgíu 8. mars.
Næsti leikur er gegn heimastelpum í spænska landsliðinu 11. mars og ljúka Stelpurnar okkar milliriðlinum gegn Úkraínu 14. mars.
Aðeins topplið riðilsins kemst á lokamót EM og því þarf íslenska liðið að gera fullkomið mót til að eiga möguleika á því að komast áfram.
Til gamans má geta að þegar dregið var um hvaða þjóð yrði mótshaldari riðilsins var nafn Íslands sem kom upp, en ákveðið var að halda mótið frekar á Spáni eftir að fótboltasambönd landanna komust að samkomulagi sín á milli með leyfi frá UEFA.
Búist er við að flestir leikirnir verði leiknir á Pinatar-svæðinu sem íslensk lið þekkja vel eftir að hafa leikið marga æfingaleiki þar á síðustu árum.
Lokamót EM U17 fer fram í Færeyjum 4.-17. maí.
Aldís Ylfa Heimisdóttir var á dögunum ráðin aðalþjálfari U17 og U16 landsliða Íslands. Hún tók við starfinu af Þórði Þórðarsyni.
07.01.2025 06:00
Landsliðshópur U17: Undirbúa sig fyrir seinni umferðina
Athugasemdir