Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk spilaði í góðum sigri - Kristófer byrjaði annan leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Triestina
Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Al-Qadsiah sem tók á móti Al-Ittihad í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag.

Liðin mættust í spennandi slag í efri hluta deildarinnar en heimakonur í liði Al-Qadsiah voru betri og skópu 4-1 sigur, þar sem Ajara Nchout sá um markaskorunina.

Ajara Nchout skoraði fernu til að tryggja þennan sigur og er Al-Qadsiah í þriðja sæti eftir þennan sigur, með 18 stig eftir 10 umferðir. Al-Ittihad er með 15 stig.

Alexandra Jóhannsdóttir kom þá við sögu í 2-0 tapi Fiorentina á útivelli gegn Como í efstu deild á Ítalíu.

Fiorentina var sterkari aðilinn stærsta hluta leiksins en tókst ekki að skora mark og niðurstaðan svekkjandi tap. Þetta er annað tap liðsins í röð í deildinni, en sigur í dag hefði skotið Alexöndru og stöllum upp í annað sætið.

Kristófer Jónsson var að lokum í byrjunarliði Triestina sem vann góðan sigur á útivelli gegn Caldiero Terme í C-deild ítalska boltans.

Kristófer spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins og var þetta hans tólfti deildarleikur á tímabilinu, en Triestina er í fallbaráttu C-deildarinnar með 19 stig eftir 22 umferðir.

Liðið var á botni deildarinnar en er núna búið að sigra fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum í tilraun til að forðast fall.

Al-Qadsiah 4 - 1 Al-Ittihad

Como 2 - 0 Fiorentina

Caldiero Terme 0 - 2 Triestina

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner