Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, skoraði fallegt mark fyrir liðið gegn D-deildarliði Accrington Stanley í enska bikarnum á Anfield í dag.
Englendingurinn fékk þann heiður að bera fyrirliðabandið í dag þar sem Virgil van Dijk var hvíldur.
Diogo Jota kom Liverpool á bragðið eftir skyndisókn. Darwin Nunez lagði boltann auðveldlega fyrir Jota sem skoraði og þá bætti Alexander-Arnold við öðru undir lok hálfleiksins.
Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og hamraði honum í samskeytin fjær.
Síðari hálfleikur var að fara af stað og er staðan 2-0 fyrir heimamönnum. Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa var að koma inn á fyrir Dominik Szoboszlai. Stuðningsmenn Liverpool hafa lítið fengið að sjá af honum en það er spurning hvað hann mun galdra fram í dag.
Captain Trent ©?@TrentAA with a beauty from distance for @LFC ????#EmiratesFACup pic.twitter.com/OHrTuA84Te
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 11, 2025
Athugasemdir