Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 13:22
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fallegt mark Alexander-Arnold á Anfield
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, skoraði fallegt mark fyrir liðið gegn D-deildarliði Accrington Stanley í enska bikarnum á Anfield í dag.

Englendingurinn fékk þann heiður að bera fyrirliðabandið í dag þar sem Virgil van Dijk var hvíldur.

Diogo Jota kom Liverpool á bragðið eftir skyndisókn. Darwin Nunez lagði boltann auðveldlega fyrir Jota sem skoraði og þá bætti Alexander-Arnold við öðru undir lok hálfleiksins.

Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og hamraði honum í samskeytin fjær.

Síðari hálfleikur var að fara af stað og er staðan 2-0 fyrir heimamönnum. Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa var að koma inn á fyrir Dominik Szoboszlai. Stuðningsmenn Liverpool hafa lítið fengið að sjá af honum en það er spurning hvað hann mun galdra fram í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner