Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan er með í baráttunni um Walker
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telegraph greinir frá því að Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, gæti verið að skoða félagaskipti til AC Milan í janúar.

Það kom í ljós fyrr í kvöld að Walker er að hugsa sér til hreyfings frá Manchester þrátt fyrir að eiga 18 mánuði eftir af samningi.

Talið var að Walker væri að skoða tilboð frá Sádi-Arabíu, þar sem hann gæti fengið launahækkun frá laununum sem hann fær í enska boltanum, en Telegraph segir að leikmaðurinn gæti hins vegar verið á leið til Ítalíu.

Walker er 34 ára gamall og kemur fram í grein Telegraph að AC Milan leiði kapphlaupið um hann.

AC Milan hefur einnig verið sterklega orðað við Marcus Rashford á síðustu dögum, en félagið er nýlega búið að ráða Sergio Conceicao sem aðalþjálfara.
Athugasemdir
banner