Niclas Füllkrug, framherji West Ham á Englandi, verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla aftan í læri.
Þýski landsliðsmaðurinn meiddist í leik gegn Aston Villa eftir aðeins fimmtán mínútur í enska bikarnum í gær.
Sun sagði frá því að Füllkrug yrði frá í þrjá mánuði og hefur Patrick Berger, blaðamaður hjá Sky í Þýskalandi tekið undir það.
Füllkrug, sem er 31 árs gamall, kom til West Ham frá Borussia Dortmund á 27 milljónir punda síðasta sumar.
Tímabilið fór ekkert sérlega vel af stað fyrir Þjóðverjann sem meiddist í lok ágúst og sneri ekki aftur fyrr en í desember.
Vonbrigðatímabil hjá framherjanum sem hefur skorað 2 mörk í 9 deildarleikjum til þessa.
Athugasemdir