Reading og Sunderland eru dottin úr leik í enska FA bikarnum eftir tapleiki á heimavelli í dag.
Báðir leikirnir fóru í framlengingu en þar voru það gestirnir frá Burnley og Stoke sem höfðu betur og tryggðu sér þátttöku í næstu umferð.
Burnley var sterkari aðilinn og verðskuldaði sigurinn í Reading en þar var Zian Flemming hetjan. Hann kom inn af bekknum í framlengingunni og skoraði tvennu til að innsigla sigurinn.
Niall Ennis var þá hetjan í sigri Stoke þar sem hann gerði sigurmarkið á 112. mínútu. Í þeirri viðureign var Sunderland sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma en tókst ekki að knýja fram sigur.
Stoke tók svo völdin á vellinum í framlengingunni og nægði markið frá Ennis til að tryggja sigur.
Reading 1 - 3 Burnley
0-1 Lyle Foster ('71 )
1-1 Lewis Wing ('77 )
1-2 Zian Flemming ('100 )
1-3 Zian Flemming ('109 )
Sunderland 1 - 2 Stoke City
0-1 Tom Cannon ('4 , víti)
1-1 Milan Aleksic ('64 )
1-2 Niall Ennis ('112 )
Athugasemdir