Torino 1 - 1 Juventus
0-1 Kenan Yildiz ('8)
1-1 Nikola Vlasic ('45+1)
0-1 Kenan Yildiz ('8)
1-1 Nikola Vlasic ('45+1)
Torino og Juventus áttust við í nágrannaslag í efstu deild ítalska boltans í dag.
Tyrkneska ungstirnið Kenan Yildiz tók forystuna fyrir Juve með frábæru marki á 8. mínútu eftir glæsilegt einstaklingsframtak.
Torino var sterkari aðilinn í bragðdaufum fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu og tókst að gera jöfnunarmark í uppbótartímanum, þegar Nikola Vlasic fyrrum leikmaður Everton og West Ham skoraði með frábæru skoti við vítateigslínuna.
Það lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og fengu þjálfarar beggja liða rautt spjald. Paolo Vanoli og Thiago Motta þurftu því að klára leikinn uppi í stúku og voru þeir sífellt í símanum að gefa aðstoðarmönnum sínum leiðbeiningar.
Hvorugu liði tókst þó að skora í seinni hálfleik þar sem Vanja Milinkovic-Savic markvörður Torino átti flottan leik og varði hvert skotið fætur öðru.
Juventus er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar eftir þetta jafntefli, með 33 stig eftir 19 umferðir - ellefu stigum á eftir toppliði Napoli. Juve er eina liðið sem er enn ósigrað á ítalska deildartímabilinu, með 7 sigra og 12 jafntefli.
Torino er um miðja deild með 22 stig - fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir