Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 14:16
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska bikarnum: Rashford ekki í hóp - Benoný Breki gæti þreytt frumraun sína á Selhurst Park
Alejandro Garnacho er í liðinu gegn Arsenal
Alejandro Garnacho er í liðinu gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Benoný Breki er í hóp hjá Stockport
Benoný Breki er í hóp hjá Stockport
Mynd: Aðsend
Þriðja umferð enska bikarsins heldur áfram að rúlla klukkan 15:00 í dag og er þá stærsti leikur umferðarinnar er Arsenal tekur á móti Manchester United.

Marcus Rashford er ekki í hópnum hjá United á meðan Alejandro Garnacho byrjar.

Altay Bayindir er í markinu en þeir Amad Diallo og Leny Yoro eru báðir á bekknum.

Mikel Arteta stillir upp sterku liði Arsenal en hann gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Newcastle í deildabikarnum. Mikel Merino og Jorginho koma inn á miðjuna og þá byrjar Gabriel Jesus í stað Leandro Trossard.

Arsenal: Raya, Timber, Gabriel, Saliba, Lewis-Skelly, Jorginho, Merino, Ödegaard, Nwaneri, Jesus, Havertz.

Man Utd: Bayindir, Mazraoui, De Ligt, Martínez, Maguire, Dalot, Ugarte, Mainoo, Fernandes, Garnacho, Höjlund.

Benoný Breki Andrésson, sem sló markamet efstu deildar á Íslandi á síðasta tímabili, er í hóp hjá Stockport County í fyrsta sinn, en hann er á bekknum gegn Crystal Palace á Selhurst Park.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir þónokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Bromley. Alexander Isak er einn af þeim sem fær verðskuldaða hvíld.

Byrjunarlið Newcastle gegn Bromley: Dubravka, Trippier, Schär, Joelinton, Barnes, Targett, Osula, Almiron, Kelly, Longstaff, Miley.

Ben Godfrey spilar sinn fyrsta leik með Ipswich er liðið mætir Bristol Rovers. Hann kom til félagsins frá Atalanta á dögunum,

Byrjunarlið Ipswich gegn Bristol Rovers: Muric, Al Hamadi, Burgess, Burns, Clarke, Godfrey, Luongo, Phillips, Taylor, Townsend, Woolfenden.
Athugasemdir
banner
banner