Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juve telur sig leiða kapphlaupið um Kolo Muani
Kolo Muani hefur skorað 8 mörk í 27 landsleikjum fyrir Frakkland.
Kolo Muani hefur skorað 8 mörk í 27 landsleikjum fyrir Frakkland.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Randal Kolo Muani, 26 ára framherja PSG. Ítalska stórveldið Juventus telur sig þó leiða kapphlaupið þrátt fyrir að AC Milan sé einnig meðal áhugasamra félaga.

Kolo Muani gerði frábæra hluti hjá Eintracht Frankfurt áður en hann var keyptur til PSG fyrir einu og hálfu ári síðan, en hefur ekki tekist að finna taktinn í franska boltanum. Kolo Muani kostaði 80 milljónir evra en er metinn á 30 milljónir í dag.

Hann er aðeins búinn að gera 2 mörk og leggja 1 upp í 14 leikjum með PSG á tímabilinu.

Þessa stundina er PSG aðeins tilbúið til að selja Kolo Muani eða lána hann út með kaupskyldu.
Athugasemdir
banner
banner