Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 15:55
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Lærisveinar van Nistelrooy skoruðu sex - Bróðir Varane á skotskónum
James Justin skoraði tvö
James Justin skoraði tvö
Mynd: EPA
Leicester City 6 - 2 QPR
1-0 James Justin ('9 )
1-1 Jonathan Varane ('18 )
2-1 Stephy Mavididi ('37 )
3-1 Facundo Buonanotte ('38 )
3-2 Rayan Kolli ('45 )
4-2 Jamie Vardy ('51 , víti)
5-2 James Justin ('63 )
6-2 Wout Faes ('90 )

Lærisveinar Ruud van Nistelrooy í Leicester unnu 6-2 sigur á QPR í 3. umferð enska bikarsins á King Power-leikvanginum í dag.

Bakvörðurinn James Justin tók forystuna fyrir Leicester snemma leiks en Jonathan Varane jafnaði aðeins níu mínútum síðar.

Jonathan er bróðir Raphael Varane sem lék með Real Madrid, Manchester United og Como.

Stephy Mavididi og Facundo Buonanotte skoruðu tvö mörk á rúmri mínútu fyrir Leicester áður en Rayan Kolli tókst að saxa á forystuna með marki undir lok hálfleiksins.

Jamie Vardy bætti við fjórða markinu úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og þá gerði Justin sitt annað mark tólf mínútum síðar. Belgíski varnarmaðurinn Wout Faes rak smiðshöggið í uppbótartíma

Leicester komið nokkuð þægilega áfram í 4. umferð bikarsins en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í byrjun desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner