Tosin Adarabioyo var óvænt allt í öllu í sóknarleik Chelsea í 5-0 sigri liðsins á Morecambe í 3. umferð enska bikarsins á Stamford Bridge í dag.
Miðvörðurinn skoraði tvö mörk Chelsea í leiknum og bæði eftir skot fyrir utan teig.
Chelsea gat komist í forystu á 17. mínútu er liðið fékk vítaspyrnu en markvörður Morecambe varði spyrnuna frá franska sóknarmanninum Christopher Nkunku.
Þeir bláu voru með öll völd á leiknum og var það ekki hvort heldur hvenær fyrsta markið kæmi. Adarabioyo gerði það með smá heppni, en hann lét vaða fyrir utan teig, boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og í netið.
Nkunku bætti upp fyrir vítaklúðrið í byrjun síðari hálfleiks með góðu marki áður en Adarabioyo bætti við öðru marki sínu með frábæru skoti fyrir utan teig og efst í vinstra hornið. Draumaframmistaða hjá miðverðinum.
Chelsea bætti við tveimur mörkum fyrir leikslok. Portúgalinn Joao Felix skoraði tvö á tæpum þremur mínútum og þar við sat. Chelsea er komið áfram í næstu umferð.
Brighton vann sannfærandi 4-0 sigur á Norwich City á Carrow Road.
Georginio Rütter skoraði tvö og þá komust þeir Julio Enciso og Solly March einnig á blað.
Ramon Sosa skoraði og lagði upp er Nottingham Forest lagði Luton að velli, 2-0 og þá unnu lærisveinar Andoni Iraola í Bournemouth 5-1 sigur á WBA.
Dango Ouattara gerði tvö mörk og þá komust þeir Justin Kluivert, Antoine Semenyo og Daniel Jebbison allir á blað. David Brooks lagði upp tvö mörk fyrir 'Kirsuberin'.
Óvæntustu úrslit dagsins gerðust í Lundúnum er B-deildarlið Plymouth marði 1-0 sigur á Brentford.
Hákon Rafn Valdimarsson stóð í rammanum hjá Brentford í fyrsta sinn á nýju ári á meðan Guðlaugur Victor Pálsson var í vörn Plymouth.
Morgan Whittaker skoraði sigurmark Plymouth þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann fékk að dansa með boltann frá hægri vængnum fyrir utan teiginn og eftir vítateigslínunni áður en hann smellti boltanum þéttingsfast neðst í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Hákon í markinu.
Svakalegur sigur fyrir Plymouth sem er komið áfram en Brentford er úr leik.
Bournemouth 5 - 1 West Brom
0-1 Caleb Taylor ('14 )
1-1 Justin Kluivert ('27 )
2-1 Dango Ouattara ('34 )
3-1 Dango Ouattara ('44 )
4-1 Antoine Semenyo ('47 )
5-1 Daniel Jebbison ('90 )
Brentford 0 - 1 Plymouth
0-1 Morgan Whittaker ('82 )
Chelsea 5 - 0 Morecambe
0-0 Christopher Nkunku ('17 , Misnotað víti)
1-0 Tosin Adarabioyo ('39 )
2-0 Christopher Nkunku ('50 )
3-0 Tosin Adarabioyo ('70 )
4-0 Joao Felix ('75 )
5-0 Joao Felix ('77 )
Exeter 3 - 1 Oxford United
0-1 Matt Phillips ('14 )
1-1 Demetri Mitchell ('22 )
2-1 Demetri Mitchell ('40 )
3-1 Vincent Harper ('64 )
Rautt spjald: Tyler Goodhram, Oxford United ('81)
Norwich 0 - 4 Brighton
0-1 Georginio Rutter ('37 )
0-2 Georginio Rutter ('45 )
0-3 Julio Enciso ('59 )
0-4 Solly March ('74 )
Nott. Forest 2 - 0 Luton
1-0 Ryan Yates ('40 )
2-0 Ramon Sosa ('68 )
Reading 1 - 1 Burnley (Framlengt)
0-1 Lyle Foster ('71 )
1-1 Lewis Wing ('77 )
Sunderland 1 - 1 Stoke City (Framlengt)
0-1 Tom Cannon ('4 , víti)
1-1 Milan Aleksic ('64 )
Athugasemdir