Englandsmeistarar Manchester City er að vonast til þess að geta gengið frá kaupum á egypska sóknarmanninum Omar Marmoush í næstu viku.
Marmoush er 25 ára gamall og verið að tæta þýsku deildina í sig á þessari leiktíð.
Hann er samningsbundinn Eintracht Frankfurt en egypski landsliðsmaðurinn hefur komið að 30 mörkum í 24 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Á dögunum var sagt frá því að Man City væri búið ná samkomulagi við leikmanninn og greinir Fabrizio Romano nú frá því að félögin séu að nálgast munnlegt samkomulag um kaupverð.
Man City vonast til þess að geta gengið frá skriflegu samkomulagi í næstu viku en kaupverðið er talið vera í kringum 67 milljónir punda.
Englandsmeistararnir ætla sér að vera duglegir í þessum glugga en Úsbekinn Abdukodir Khusanov er að koma til félagsins frá franska félaginu Lens fyrir tæpar 34 milljónir punda og þá er það einnig í viðræðum við Palmeiras um brasilíska táninginn Vitor Reis.
Athugasemdir