Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Moyes orðinn stjóri Everton (Staðfest) - „Frábært að vera kominn til baka“
David Moyes splittar ekki G-inu.
David Moyes splittar ekki G-inu.
Mynd: Getty Images
David Moyes hefur verið kynntur sem stjóri Everton. Þessi 61 árs Skoti hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning á Goodison Park eftir að Sean Dyche var rekinn á fimmtudag.

Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi frá fallsæti.

„Ég átti ellefu yndisleg og vel heppnuð ár hjá Everton og hikaði ekki þegar tækifæri bauðst til að snúa aftur í þetta frábæra félag. Það er frábært að vera kominn til baka. Nú þurfum við öll að standa saman svo við getum séð til þess að við tökum á móti nýjum og mögnuðum leikvangi sem úrvalsdeildarfélag,“ segir Moyes.

Moyes stýrði Everton 2002-2013 áður en hann tók vi ðManchester United. Hann hefur síðan stýrt Real Sociedad, Sunderland og í tvígang West Ham. Hann hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf West Ham eftir síðasta tímabils. Hjá Hömrunum vann hann Sambandsdeildina 2023.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner