Brann hefur selt einn af lykilmönnum sínum, Ole Didrik Blomberg, til Noregsmeistara Bodö/Glimt. Brann hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili en selur keppinautunum leikmanninn á 15 milljónir norskra króna samkvæmt Bergens Tidende.
Leikmaðurinn segir að sú staðreynd að stór félög í Evrópu horfi til leikmanna Bodö/Glimt hafi heillað sig í þessum skiptum. Hann sé tilbúinn í nýtt umhverfi og nýjum áskorunum til að taka næstu skref á ferlinum.
Leikmaðurinn segir að sú staðreynd að stór félög í Evrópu horfi til leikmanna Bodö/Glimt hafi heillað sig í þessum skiptum. Hann sé tilbúinn í nýtt umhverfi og nýjum áskorunum til að taka næstu skref á ferlinum.
Blomber er 24 ára og hefur spilað 115 leiki fyrir Brann. Á síðasta tímabili skoraði vængmaðurinn þrjú mörk og átti sjö stoðsendingar.
„Ole Didrik hefur spilað stórt hluverk í liði Brann undanfarin ár en nú vildi hann færa sig um set. Við náðum samningum við Bodö/Glimt sem við erum ánægðir með," segir Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri Brann.
Freyr Alexandersson verður formlega kynntur sem nýr þjálfari Brann í dag.
Athugasemdir