Franski kantmaðurinn Kingsley Coman er á sínu tíunda ári hjá þýska stórveldinu FC Bayern og hefur því bæði spilað með Robert Lewandowski og Harry Kane.
Lewandowski bætti flest markamet þýska boltans á dvöl sinni hjá Bayern og stefnir Kane að því að gera slíkt hið sama. Eftir að hafa gert 36 mörk í 32 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili er Kane kominn með 15 mörk í 14 leikjum á yfirstandandi leiktíð.
Hann hefur aukið stoðsendingafjöldann sinn þó og er nú þegar kominn með 6 stoðsendingar, eftir að hafa lagt 8 mörk upp yfir allt síðasta tímabil.
„Lewandowski er mjög kröfuharður framherji sem biður um mikið af fyrirgjöfum. Kantmenn þurfa að spila fyrir hann, þeir þurfa að skapa fyrir hann. Starfið þitt sem kantmaður með Lewandowski í liðinu er að búa til mörk fyrir hann, útaf því að hann er gjörsamlega stórkostlegur fyrir framan markið," sagði Coman í viðtali við Rio Ferdinand.
„Kane er öðruvísi útaf því að hann er einn af mjög fáum framherjum sem gera kantmennina betri. Hann er ekki bara þarna til að skora mörk, hann er með frábæra sendingagetu og skapar góð færi fyrir liðsfélagana sína. Hann finnur réttu sendinguna og mér líður eins og hann njóti þess jafn mikið að gefa góða sendingu og hann gerir að skora mark.
„Kane er stórkostlegur af því hann er framúrskarandi bæði þegar kemur að því að skora mörk og búa þau til. Það er ótrúlega auðvelt að spila með honum, hann gerir mann að betri leikmanni."
Kane skoraði eina mark leiksins í sigri FC Bayern gegn Borussia Mönchengladbach í gær. Leroy Sané átti klúður leiksins, sem má sjá hér fyrir neðan.
Leroy Sané incredible miss vs Gladbach | 71'
byu/nutelamitbutter insoccer
Athugasemdir