Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Neuer staðfestir að hann verði áfram hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Manuel Neuer hefur staðfest að hann verði áfram hjá Bayern München en hann mun framlengja samning sinn á næstu vikum.

Samningur hins 38 ára gamla Neuer rennur út eftir þetta tímabil en markvörðurinn hefur haldið spilunum þétt að sér síðustu mánuði.

Einhver umræða var um að hann gæti lagt hanskana á hilluna í sumar en Neuer hefur nú formlega blásið á þær sögusagnir og er ljóst að hann verður áfram í marki liðsins.

„Það er satt. Ég mun skrifa undir nýjan samning við Bayern,“ sagði Neuer við Sport1.

Nýr samningur Neuer mun gilda til 2026.

Neuer er goðsögn hjá Bayern og í Þýskalandi. Hann lagði landsliðsshanskana á hilluna eftir Evrópumótið á síðasta ári, en telur sig greinilega eiga eitthvað eftir í félagsliðaboltanum.

Hann er álitinn einn af allra bestu markvörðum 21. aldarinnar, en hann hefur unnið 29 titla með Bayern og tvo með Schalke ásamt því að hafa unnið HM 2014 með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner