Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim vill halda Mainoo
Mynd: EPA
Rúben Amorim þjálfari Manchester United svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær, fyrir stórleik Rauðu djöflanna á útivelli gegn Arsenal í FA bikarnum á sunnudaginn.

Amorim var meðal annars spurður út í Marcus Rashford sem hefur verið utan hóps síðustu vikur og Kobbie Mainoo, sem er sagður vera með mjög háar launakröfur í viðræðum sínum við Man Utd um nýjan samning.

„Þið munið sjá þetta þegar liðin verða tilkynnt. Við erum einbeittir að leiknum og þetta kemur allt í ljós á sunnudaginn," svaraði Amorim þegar hann var spurður hvort Rashford verði í liðinu.

„Markmið félagsins er að halda bestu leikmönnunum, sérstaklega þessum hæfileikaríku sem er hægt að byggja liðið í kringum. Ég er mjög ánægður með hvernig Kobbie hefur verið að bæta sig og sömuleiðis Garnacho."

   09.01.2025 12:42
Mainoo með miklar kröfur í samningaviðræðum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner