Anderlecht hefur sent frá sér yfirlýsingu en í henni afsakar félagið hegðun stuðningsmanna liðsins á leiknum gegn West Ham í Evrópudeildinni í kvöld.
West Ham fór með sigur úr bítum en stuðningsmenn Anderlecht voru illa upplagðir í kvöld.
Þeir létu öllum illum látum. Þeir köstuðu blysum í átt að stuðningsmönnum West Ham. Rifu upp sæti og köstuðu þeim einnig frá sér.
David Moyes stjóri West Ham vildi ekki vekja athygli á þessu eftir leikinn.
„Ég sá ekki blysin en sá eitthvað hreyfast. Ég hafði ekki áhuga á þessu og finnst að enginn ætti að gera það. Mér finnst að við ættum ekki að ræða þetta því hvað? eigum við að vekja frekari athygli á þessu?" Sagði Moyes.
Hann hrósaði belgíska félaginu að gefa út yfirlýsingu og sagðist skilja þá að vilja vernda sína stuðningsmenn.