Arsenal vann Bodö/Glimt með einu marki gegn engu í Evrópudeildinni í dag. Bukayo Saka skoraði markið fyrir enska félagið.
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að Saka sé að verða betri og betri en geti orðið enn betri, sérstaklega varnarlega.
„Það voru augnablik í leiknum sem hann var mjög góður og svo augnablik sem hann getur bætt sig í og á að ætlast til meiru frá sjálfum sér, sérstaklega varnarlega," sagði Arteta.
„Það voru augnablik sem við leyfðum vinstir bakverðinum þeirra að brjóta upp pressuna okkar of auðveldlega, það er hellingur sem hægt er að gera betur."
Saka er með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í 12 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir