Sky Sports, einn stærsti íþróttamiðill Bretlands, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni út af misheppnuðu gríni í garð Steve Cooper, stjóra Nottingham Forest.
Grínistinn Elis James gerði grín að útliti Cooper í þætti sínum Fantasy Football.
Það fólk sem vinnur í fótboltadeild Sky var ekki hrifið af þessum skets og fannst hann grimmur í garð knattspyrnustjórans.
Sky hefur sent frá sér þessa afsökunarbeiðni. „Ég er ekki hissa á þessari afsökunarbeiðni. Sketsinn var grimmur, grófur og ótrúlega illa séður."
Cooper náði frábærum árangri með því að stýra Forest upp í efstu deildina á síðasta tímabili, en liðið er í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í 23 ár. Liðið var á botni Championship-deildarinnar þegar hann tók við í september 2021.
The Sky Sports host made fun of Steve Cooper's appearance https://t.co/hDeo8DIoHN
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 13, 2022
Athugasemdir