Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Val og er samningurinn til þriggja ára.
Birkir var í síðasta U21 landsliðshóp en alls hefur hann leikið 28 leiki og skorað fimm mörk fyrir yngri landsliðin.
Birkir er miðjumaður sem gekk í raðir Vals árið 2019 eftir að hafa verið hjá Heerenveen í Hollandi.
Birkir hefur leikið tæplega 80 leiki fyrir Val.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem framlengir við Val í þessum mánuði en áður höfðu Sigurður Egill Lárusson og Birkir Már Sævarsson skrifað undir.
Valur er í sjötta sæti Bestu deildarinnar en í gær var loks staðfest að Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið.
Birkir var í síðasta U21 landsliðshóp en alls hefur hann leikið 28 leiki og skorað fimm mörk fyrir yngri landsliðin.
Birkir er miðjumaður sem gekk í raðir Vals árið 2019 eftir að hafa verið hjá Heerenveen í Hollandi.
Birkir hefur leikið tæplega 80 leiki fyrir Val.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem framlengir við Val í þessum mánuði en áður höfðu Sigurður Egill Lárusson og Birkir Már Sævarsson skrifað undir.
Valur er í sjötta sæti Bestu deildarinnar en í gær var loks staðfest að Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir