Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. október 2022 11:01
Elvar Geir Magnússon
Birkir Heimis framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Val og er samningurinn til þriggja ára.

Birkir var í síðasta U21 landsliðshóp en alls hefur hann leikið 28 leiki og skorað fimm mörk fyrir yngri landsliðin.

Birkir er miðjumaður sem gekk í raðir Vals árið 2019 eftir að hafa verið hjá Heerenveen í Hollandi.

Birkir hefur leikið tæplega 80 leiki fyrir Val.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem framlengir við Val í þessum mánuði en áður höfðu Sigurður Egill Lárusson og Birkir Már Sævarsson skrifað undir.

Valur er í sjötta sæti Bestu deildarinnar en í gær var loks staðfest að Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner