Boltinn sem Diego Maradona notaði til að skora tvö frægustu mörk fótboltasögunnar er á leið á uppboð. Talið er að hann verði seldur á 2,5 til 3 milljónir punda eða um 450 milljónir íslenskra króna.
Boltinn var notaður á leik Englands og Argentínu í 8-liða úrslitum á HM 1986.
Sá sem selur boltann er Túnisinn Ali Bin Nasser sem dæmdi leikinn og dæmdi 'hendi Guðs' markið gilt.
Boltinn var notaður á leik Englands og Argentínu í 8-liða úrslitum á HM 1986.
Sá sem selur boltann er Túnisinn Ali Bin Nasser sem dæmdi leikinn og dæmdi 'hendi Guðs' markið gilt.
„Þessi bolti er hluti af fótboltasögunni. Nú er rétti tíminn til að deila honum með heiminum," segir Bin Nasser.
Fyrra mark Maradona skoraði hann með því að kýla boltann í markið. Seinna markið var valið 'mark aldarinnar' þar sem hann sólaði fimm leikmenn Englands og skoraði framhjá Peter Shilton. Argentína vann leikinn 2-1 og fór svo alla leið og vann mótið.
Treyjan sem Maradona spilaði í gegn Englandi var seld á 1,2 milljarð íslenskra króna á uppboði í maí.
Athugasemdir