Heimild: Guardian
Max Rushden. blaðamaður Guardian, segir að of margir sparkspekingar séu að tjá sig um dómgæslu án þess að kunna reglurnar. Hann segir að rauða spjaldið sem Fikayo Tomori, leikmaður AC Milan, fékk gegn Chelsea sé frábært dæmi þess efnis.
Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Daniel Siebert dómara að dæma víti og rautt snemma leiks og fullyrt að þar hafi hann gert stór mistök. Rushden er á öðru máli og telur að Siebert hafi dæmt rétt samkvæmt reglum leiksins.
Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Daniel Siebert dómara að dæma víti og rautt snemma leiks og fullyrt að þar hafi hann gert stór mistök. Rushden er á öðru máli og telur að Siebert hafi dæmt rétt samkvæmt reglum leiksins.
„Sömu spekingar hafa í mörg ár kallað eftir því að leikmenn reyni að standa í fæturna, með því að gera nákvæmlega það ruglaði Mason Mount marga í að halda að tog Tomori í öxl hans væri ekki brot. Þegar dómarinn dæmdi réttilega brot þá verðskuldaði það einnig rautt spjald. Tomori er ekki að reyna að spila boltanum," skrifar Rushden í pistli.
Samkvæmt reglum fótboltans ber að gefa rautt spjald og dæma víti þegar leikmaður rænir upplögðu marktækifæri innan teigs og er ekki að reyna við boltann.
„Leikbrot þurfa ekki að vera stórvægileg til að vera samt brot. Tomori hefði getað kastað sér í tæklingu, tæklað mann og bolta. Miklu hættulegra brot en hefði mögulega bara verðskuldað gult spjald. Ekki hata dómarann, hatið reglurnar."
Rushden skýtur fast á ýmsa sparkspekinga og segir þá leita að auðveldu leiðinni með því að hrauna yfir dómgæsluna.
„Að horfa á ákvörðun dómara, vera ósammála og öskra 'Þetta er enska úrvalsdeildin, það þarf að gera eitthvað í þessari dómgæslu!' er miklu auðveldara heldur en að útskýra hvernig Pep Guardiola lætur bakverðina sína spila," segir Rushden.
„Ef við ásökum einhvern um að gera mistök ættum við líklega fyrst að skoða reglurnar og vera viss um að þetta hafi verið mistök."
🗣️ #Albertini to #Gazzetta: "I wasn't at the stadium, I was watching it on TV. When I saw the referee whistle that penalty and send Tomori off, I changed the channel."pic.twitter.com/QYa6CH8crT
— Milan Posts 🏆🇮🇹 (@MilanPosts) October 13, 2022
Athugasemdir