Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   fim 13. október 2022 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Omonia fór ansi harkalega í Casemiro en slapp með gult

Manchester United og Omonia eigast við í Evrópudeildinni í kvöld. Það er markalaust þegar rúmar 10 mínútur eru til leiksloka en markvörður Omonia hefur átt stórleik.


Á 68. mínútu fór Cassama í ansi glannalega tæklingu á Casemiro en hann fór ansi harkalega og með takkana á undan sér en hann uppskar aðeins gult spjald.

Dómari leiksins var ekki lengi að ákveða sig og VAR aðhafðist ekkert en það er alveg spurning hvort rautt spjald hefði verið réttlætanlegur dómur.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Hvað finnst þér?


Athugasemdir
banner
banner