Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. október 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lennon: Vorum nálægt því að ná í bestu úrslit í sögu félagsins

Neil Lennon stjóri Omonia var gríðarlega stoltur af liðinu þrátt fyrir tap gegn Manchester United í kvöld.


Francis Uzoho markvörður liðsisn var frábær í leiknum og hrósaði Lennon honum í hástert eftir leikinn.

„Þegar þú spilar gegn liði á þessu kaliberi með lið á okkar kaliberi þarftu góða frammistöðu frá markverðinum. Hann var í heimsklassa í dag, ég er svo ánægður fyrir hans hönd," sagði Lennon.

Það stefndi í bestu úrslit í sögu félagsins.

„Við vorum nálægt því að næla í bestu úrslit í sögu félagsins."

Hann sagði þó að það hafi verið ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Liðið hafi gefið boltann frá sér full auðveldlega oft á tíðum að hans mati.


Athugasemdir
banner
banner