Todd Boehly, eigandi Chelsea, horfir til margra leikmann í Bundesligunni samkvæmt þýskum fjölmiðlum. Boehly hefur sýnt að hann hikar ekki við að opna veskið og er búist við því að nóg verði að gera á skrifstofu Chelsea á næsta tímabili.
Christopher Nkunku, framherji RB Leipzig, nálgast Chelsea en hann fundaði leynilega með félaginu nýverið. Lundúnafélagið er að vinna í því að fá liðsfélaga hans, varnarmanninn Josko Gvardiol.
Nkunku er 24 ára og var frábær á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 35 mörk og lagði upp 20 í 52 leikjum í öllum keppnum. Samningur hans er með 53 milljóna punda riftunarákvæði sem Chelsea hefur virkjað.
Gvardiol ýjaði að því í síðasta mánuði að hann gæti farið í ensku úrvalsdeildina í janúarglugganum. Þessi tvítugi Króati er einn besti varnarmaður þýsku deildarinnar. Chelsea gerði árangurslausa tilraun til að kaup hann í sumar og ætlar að reyna aftur.
Boehly lætur sig einnig dreyma um að geta keypt enska landsliðsmanninn Jude Bellingham Frá Borussia Dortmund en fær samkeppni frá Real Madrid, Liverpool og líklega Manchester City.
Þá er franski landsliðsmaðurinn Benjamin Pavard, leikmaður Bayern München, líka á óskalista Boehly.
Athugasemdir