Francis Uzoho markvörður Omonia átti magnaðan leik gegn Manchester United í 1-0 tapi liðsins á Old Trafford í Evrópudeildinni í kvöld.
Hann varði 12 skot en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem varamaðurinn Scott McTominay braut ísinn og tryggði United stigin þrjú.
Uzoho er 23 ára nígerískur landsliðsmaður en hann er mikill stuðningsmaður Manchester United.
Hann hitti Erik ten Hag stjóra enska liðsins eftir leikinn og vildi endilega fá mynd af sér með stjóra sinna manna og sá hollenski var meira en til í það.
Ten Hag hrósaði markverðinum eftir leikinn.
„Ég sagði vel gert. Hann átti margar vörslur, svo mörg dauðafæri sem fóru ekki inn svo við héldum þeim inn í leiknum," sagði Ten Hag.
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 13, 2022
Athugasemdir