Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. október 2022 22:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay: Hélt að þetta yrði ekki okkar dagur

Scott McTominay var hetja Manchester Untied sem lagði Omonia í Evrópudeildinni í kvöld.


Hann kom inn á af bekknum og skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

„Við vissum að við þurftum á sigri að halda. Við vissum að þeir kæmu vitlausir í leikinn, þekkjum stjóran vel, Neil Lennonn er klárlega frábær þjálfari og við vissum hvernig hann myndi spila," sagði McTominay.

„Svo nei, svona leikir eru ekki auðveldir. Þú þarft allan hópinn í svona leik eins og þú sást þegar strákarnir komu af bekknum á móti Everton og leikurinn þar á undan og í kvöld, það er það sem stjórinn vill svo allir séu sáttir."

Francis Uzoho markvörður Omonia átti hreint út sagt stórkostlegan leik.

„Maður verður að vera þolinmóður. Rashford átti mörg færi, hann gerði allt nema skora, Casemiro skaut í slá en markmaðurinn þeirra var í öðrum gæðaflokki. Við bjuggum til nóg af færum til að skora," sagði McTominay.

Hann (Uzoho) var stórkostlegur, maður fór að halda að þetta yrði ekki okkar dagur en það er góður liðsandi og við berjumst fyrir hvern annan í hverri viku."


Athugasemdir
banner
banner
banner