David Moyes stjóri West Ham segir að það sé erfitt að spila leiki á fimmtudögum og sunnudögum en liðið mætir Anderlecht í kvöld og síðan Southampton á sunnudaginn.
„Við myndum vilja vera í Meistaradeildinni en West Ham var ekki í Evrópukeppni í langan tíma svo maður má ekki gleyma því sem við höfum svo við þurfum að njóta þess," sagði Moyes.
„Ég er ekki að kvarta en að spila á fimmtudögum og sunnudögum er ekki auvðelt."
En maður má ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut segir Moyes.
„Þetta er frábært fyrir okkur í West Ham, maður á aldrei að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, við verðum kannski ekki alltaf hérna," sagði Moyes að lokum.
Athugasemdir