Miðvörðurinn Eric Bailly yfirgaf herbúðir Manchester United í sumar og gekk í raðir franska félagsins Marseille á láni.
Bailly lék með Man Utd í alls sex tímabil en hann náði ekki alveg að sanna sig hjá félaginu. Hann var mikið meiddur og setti það eflaust strik í reikninginn.
Í viðtali við franska íþróttablaðið L’Equipe var Bailly beðinn um að nefna þá liðsfélaga sem heilluðu hann mest á Englandi. Miðvörðurinn nefndi tvo leikmenn.
„Það voru margir frábærir leikmenn sem spiluðu með mér á Englandi og ég gæti talað um þá í allan dag," sagði Bailly.
„En ef ég ætti að nefna einhvern þá myndi ég líklega nefna Marcus Rashford. Og Anthony Martial líka."
Martial og Rashford eru framherjar sem hafa báðir leikið lengi með Man Utd.
Athugasemdir