Það er stórleikur um helgina í enska boltanum þegar Manchester City og Liverpool eigast við.
Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð en liðið vann þó 7-1 sigur á Rangers í gær og margir sem sýndu gamla góða takta.
Paul Merson sérfræðingur á Sky Sports ræddi möguleika Liverpool um helgina.
„Með Firmino og Nunez að komast í form er fremsta víglína Liverpool skyndilega á lífi. Luis Diaz er meiddur og þá þarf einhver að koma inn á vinstri kanntinn, það er erfitt fyrir leikmenn að spila út úr stöðu í stórleikjum en ég sé ekki hvernig það er hægt að taka Nunez út úr liðinu," sagði Merson.
„Liverpool hefur verið svo spillt af frábærum árangri síðustu ár að nokkrir leikmenn séu ekki í formi hefur valdið óreiðu. Úrslitin í gær gerir gæfumuninn fyrir Liverpool og Mo Salah verður allt annar leikmaður um helgina,"