Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   fim 13. október 2022 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr Nuno aftur á Molineux?
Portúgalinn Nuno Espirito Santo er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að snúa aftur til Úlfanna á Englandi.

Nuno tók við At-Ittihad í Sádí-Arabíu fyrir þremur mánuðum síðan en honum líður greinilega ekkert sérlega vel í því starfi - þó það sé eflaust vel borgað.

Daily Mail segir frá því í dag að Nuno sé með hugann við það að komast aftur að í Evrópu.

Nuno, sem er 48 ára, stýrði Úlfunum frá 2017 til 2021. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og undir hans stjórn festi liðið sig í deild þeirra bestu. Hann tók svo við Tottenham en var þar aðeins í um fimm mánuði.

Sagan segir að Nuno sé áhugasamur um það að taka aftur við Úlfunum en hvort félagið sé eins áhugasamt um að fá hann til baka, það er annað mál. Það er sagt að samband hans við stjórnina hafi orðið stirt undir lokin.

Bruno Lage var rekinn frá Úlfunum fyrir stuttu og er félagið núna í stjóraleit. Julen Lopetegui hafnaði að taka við liðinu og eru Úlfarnir að skoða aðra möguleika núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner