Dan Ashworth yfirmaður fótboltamála hjá Newcastle segist ekki ætla eyða miklum peningum í leikmenn.
Eftir að fjárfestar frá Sádí Arabíu keyptu félagið hefur liðið verið að styrkjast en ekki eins mikið og margir héldu kannski. Alexander Isak er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle en hann kom í sumar fyrir 63 milljónir punda.
„Ég vona að við getum verið nógu sniðugir á markaðnum að við þurfum ekki að eyða 100 milljónum punda í leikmann sem hefur sannað sig," sagði Ashworth.
Hann segir jafnframt að liðið hugsi stórt og ætli sér að berjast um titla og komast í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni á næstu árum.
Athugasemdir