Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. október 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sunderland Till I Die snýr aftur - Sagan mun enda vel
Netflix hefur gefið það út að Sunderland Till I Die þættirnir muni snúa aftur.

Hingað til hafa verið gefnar út tvær þáttaraðir sem hafa fjallað um ógöngur fótboltafélagsins Sunderland.

Í fyrstu þáttaröðinni var fylgst með því þegar Sunderland féll úr ensku Championship-deildinni, einu tímabili eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Árið eftir var svo sýnt frá því þegar félaginu mistókst að komast upp. Liðið komst í umspilið en tapaði á Wembley.

Sunderland komst upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð með sigri gegn Wycombe á Wembley, en nýja þáttaröðin - ef þáttaröð má kalla - mun snúa að þeim sigri.

Aðeins tveir nýir þættir verða gefnir út, en ekki er búið að gefa það út hvenær nákvæmlega þeir koma út. Þetta verður síðasti búturinn í sögunni.

„Við viljum að Sunderland Till I Die sagan muni enda vel," segir framleiðslufyrirtækið.
Athugasemdir
banner
banner
banner