Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   fim 13. október 2022 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, hefur áhuga á því að taka við enska landsliðinu eftir HM í Katar.

Þetta kemur fram hjá Telegraph.

Það er pressa á Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, fyrir HM í Katar en liðið hefur ekki verið að spila vel í aðdraganda mótsins og stuðningsfólk virðist frekar pirrað á frammistöðunni.

Tuchel var rekinn óvænt frá Chelsea í síðasta mánuði og núna er hann sagður tilbúinn að taka við enska landsliðinu ef það tækifæri býðst.

Hann er ekki sá eini sem er sagður hafa áhuga á starfinu því Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er líka sagður áhugasamur um það. Hann mætti á Wembley í síðasta mánuði til að horfa á England spila við Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner