U15 landslið Íslands vann í dag 2-0 sigur gegn Lúxemborg í öðrum leik liðsins á UEFA development tournament í dag en leikið er í Slóveníu.
Mörkin komu ekki fyrr en undir lok leiks. Mihajlo Rajakovac (Keflavík) kom af bekknum og kom Íslandi yfir á 79. mínútu. Tómas Óli Kristjánsson (Stjarnan) innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Á þriðjudag vann Íslands sigur gegn Norður-Írlandi eftir vítaspyrnukeppni.
Tómas Óli, Karan Gurung (Leiknir) og Viktor Bjarki Daðason (Fram) skoruðu mörk Íslands, en leikurinn endaði 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Ísland vann svo 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni.
Mörkin komu ekki fyrr en undir lok leiks. Mihajlo Rajakovac (Keflavík) kom af bekknum og kom Íslandi yfir á 79. mínútu. Tómas Óli Kristjánsson (Stjarnan) innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Á þriðjudag vann Íslands sigur gegn Norður-Írlandi eftir vítaspyrnukeppni.
Tómas Óli, Karan Gurung (Leiknir) og Viktor Bjarki Daðason (Fram) skoruðu mörk Íslands, en leikurinn endaði 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Ísland vann svo 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni.
Strákarnir eiga einn leik eftir á móti. Hann verður gegn heimamönnum Slóveníu á sunnudagsmorgunn kl. 8:00. Leikurinn verður í beinu streymi á KSÍ TV.
Athugasemdir