Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mið 14. ágúst 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir Víkingar tæpir fyrir stórleikinn á morgun
Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar fór meiddur af velli gegn FH.
Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar fór meiddur af velli gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur lék nánast allan leikinn gegn Vestra um liðna helgi.
Erlingur lék nánast allan leikinn gegn Vestra um liðna helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru nú á leið á lokaæfingu sína fyrir úrslitaleikinn gegn Flora Tallinn um sæti í næstu umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Staðan í einvíginu er jöfn eftir fyrri leikinn á Víkingsvelli og klukkan 16:00 hefst seinni leikur liðanna og fer fram á Le Coq Arena í Tallinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

Nokkrir leikmenn Víkings eru tæpir fyrir leikinn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Ég er eiginlega að naga neglurnar fyrir æfinguna núna. Ég get eiginlega ekki svarað fyrr en eftir æfinguna hverjir geta spilað. Svo er líka spurning hversu sniðugt það er að vera á sama tíma með kannski of marga leikmenn inn á sem eru að jafna sig eftir meiðsli."

„Við þurfum að hugsa þennan leik vel, hugsa um 90 mínútur og jafnvel 120. Jafnvægið milli leikmanna sem eru í toppstandi og þeim sem eru að skríða upp úr meiðslum þarf að vera upp á tíu á morgun,"
segir Arnar.

Nikolaj Hansen, Gunnar Vatnhamar, Jón Guðni Fjóluson og Erlingur Agnarsson eru leikmennirnir sem eru tæpir fyrir leikinn.

Ljóst er að þeir Halldór Smári Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed verða ekki með í leiknum.
Athugasemdir
banner