Heimavallarbanninu verður áfrýjað
Eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í gær að Víkingur ætlaði sér að áfrýja dómi aga- og úrskurðarnefndar sem dæmdi Víking í eins leiks heimavallarbann og félaginu gert að greiða 200 þúsund króna sekt eftir að nefndin fór yfir skýrslu eftirlitsmanns KSÍ úr bikarúrslitaleiknum í upphafi mánaðar.
Heimavallarbannið er á þá leið að einn skráður heimaleikur liðsins skuli fara fram á hlutlausum velli.
Heimavallarbannið er á þá leið að einn skráður heimaleikur liðsins skuli fara fram á hlutlausum velli.
Sjá einnig:
Víkingar áfrýja dómnum - Sektin á KSÍ fer í góðgerðarmál
Víkingur hefur frest fram yfir helgi til að áfrýja niðurstöðunni og mun því heimaleikur liðsins gegn KA fara fram á Víkingsvelli á morgun.
„Af því dómurinn er fordæmalaus þá teljum við rétt að áfrýjunardómstóll fari yfir þetta," sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, við Fótbolta.net í dag.
„Okkur finnst dómurinn harður og við munum láta reyna á það fyrir áfrýjunardómstóli hvort hann standist. Við munum áfrýja heimavallarbanninu en ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort sektinni verði áfrýjað."
Athugasemdir