Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar lyfta skildinum í lokaumferðinni - Standandi stemning á morgun
Skjöldurinn sem Valur lyfti í lok síðasta mánaðar.
Skjöldurinn sem Valur lyfti í lok síðasta mánaðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð Íslandsmeistari á mánudagskvöld þegar ljóst varð að ekkert lið getur náð liðinu að stigum.

Liðið mætir KR í fyrsta leik sem meistari á morgun en liðið mun þó ekki taka við Íslandsmeistaratitlinum eftir leik þó að um heimaleik sé að ræða.

Breiðablik mun taka við skildinum eftir leikinn gegn Víkingi í lokaumferðinni. Á morgun ætla þó stuðningsmenn að fagna Íslandsmeisturunum sínum.

„Gera má ráð fyrir miklum fjölda og við hvetjum fólk til að mæta snemma og tryggja sér miða tímanlega," segir í færslu félagsins á Facebook.

„Kópacabana stuðningssveitin verður staðsett í gömlu stúkunni þar sem verður standandi stemmning, mikil læti og er miðað við 18 ára aldurstakmark þar."

Hægt er að nálgast miða á leikinn í snjallforritinu Stubbur.

Sjá einnig:
Stolt, fórnanir og ólýsanleg tilfinning - „Notuðu vonbrigði sunnudagseftirmiðdagsins í Kaplakrika sem bensín""
Viktor Karl: Við og Víkingar höfum lyft fótboltanum á hærra plan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner