Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 18:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Brentford og Brighton: Þrjár breytingar hjá Brentford

Fyrsti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fer fram í kvöld þegar Brentford og Brighton mætast. Byrjunarlið liðanna eru komin í hús.


Byrjunarlið Brighton er óbreytt frá tapi gegn Tottenham í síðustu umferð.

Það eru þrjár breytingar á byrjunarlið Brentford sem tapaði gegn Newcastle 5-1. Vitaly Janelt, Yoane Wissa og Frank Onyeka koma inn. Aaron Hickey er ekki í hóp. Josh Dasilva og Shandon Baptiste setjast á bekkinn.

Brighton: Sanchez; Veltman, Dunk, Webster; March, Mac Allister, Caicedo, Estupinan; Gross, Welbeck, Trossard.

Brentford: Raya; Ajer, Pinnock, Mee, Henry; Onyeka, Jensen, Janelt; Mbeumo, Toney, Wissa.


Athugasemdir
banner
banner