Douglas Luiz hefur skrifað undir nýjan samning við Aston Villa, samningurinn gildir fram á sumarið 2026.
Viðræður milli Villa og Luiz hófust strax eftir lokadag félagsskiptagluggans þegar Arsenal sýndi Luiz mikinn áhuga og Villa hafnaði þremur tilboðum frá toppliðinu. Í gær var svo greint frá því að Roma hefði áhuga á leikmanninum.
Viðræður milli Villa og Luiz hófust strax eftir lokadag félagsskiptagluggans þegar Arsenal sýndi Luiz mikinn áhuga og Villa hafnaði þremur tilboðum frá toppliðinu. Í gær var svo greint frá því að Roma hefði áhuga á leikmanninum.
Luiz er 24 ára miðjumaður sem kom til Villa frá Manchester City árið 2019. Hann er brasilískur landsliðsmaður sem hefur á síðustur þremur árum spilað níu landsleiki. Árið 2020 varð hann Ólympíumeistari með landsliðinu.
Luiz á að baki 120 keppnisleiki með Aston Villa og hefur í þeim sjö mörk.
„Ég elska þetta félag. Þetta félag opnaði fyrir mér möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni. Ég er svo ánægður því ég verð hér áfram og ég vel að vera hér," sagði Luiz.
Athugasemdir