Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ég einbeiti mér að því að ná úrslitum
Bournemouth hefur náð í níu stig úr þeim fimm leikjum sem liðið hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn bráðabirgðastjórans Gary O'Neil.

Hann hefur haldið um stjórnartaumana hjá nýliðunum síðan Scott Parker var rekinn. Bournemouth leitar að stjóra til frambúðar en O'Neil segist einbeita sér á það að ná úrslitum meðan hann er í stólnum.

Bournemouth vann Leicester í síðasta leik og mætir Fulham á morgun.

„Það var ánægjulegt að vinna þennan heimaleik gegn Leicester, frammistaðan var góð og stuðningsmennirnir nutu leiksins. Þetta voru önnur jákvæð úrslit og nú horfum við á næsta leik," segir O'Neil.

„Það skiptir sköpum að stuðningsmenn og liðið séu sameinaðir. Heimavöllurinn getur gefið okkur mikið en nú er komið að útileik. Mitt starf er að einbeita mér algjörlega að því mikilvægasta, það er að ná úrslitum."

Bournemouth hefur aðeins skorað átta mörk á tímabilinu en O'Neil segist ekki hafa stórar áhyggjur.

„Fjölmiðlar hafa meiri áhyggjur af þessu en ég. Við erum nýliðar að fóta okkur í sterkari deild. Liðin eru vel skipulögð og með öflugar varnir. Það er erfitt að skapa færi, ég horfi á toppliðin og þau eru oft í vandræðum sjálf með að skapa færi."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
15 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner