Brentford mætir Brighton í fyrsta leik umferðarinnar þessa helgina í kvöld.
Liðið tapaði illa um síðustu helgi þegar liðið mætti Newcastle en lokatölur urðu 5-1. Thomas Frank stjóri Brentford er sannfærður um að liðið komi sterkara til baka.
„Þetta var slæm reynsla og við viljum koma til baka eftir þetta. Bestu liðin koma sterk til baka og ég veit að við erum með gott lið svo ég ætlast til að við komum sterkir til baka," sagði Frank í samtali við Sky Sports fyrir leik kvöldsins.
Brentford hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum, liðið er með eitt jafntefli og tvö töp.
Athugasemdir