Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 10:48
Elvar Geir Magnússon
Freysi mætir Hamren í botnslagnum í danska boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður áhugaverður leikur í dönsku úrvalsdeildinni þegar botnlið Lyngby mætir næst neðsta liði deildarinnar, Aab Álaborg. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby en þjálfari Álaborgar er góðvinur hans, hinn sænski Erik Hamren. Saman þjálfuðu þeir íslenska landsliðið 2018-2020.

Hamren, sem er 65 ára, var hársbreidd frá því að koma Íslandi á EM alls staðar en umspilsleikur gegn Ungverjalandi tapaðist á dramatískan hátt. Freyr var aðstoðarmaður hans.

Sævar Atli Magnússon spilar fyrir Lyngby en Alfreð Finnbogason er á meiðslalistanum eftir að hafa viðbeinsbrotnað.

Lyngby hefur ekki unnið leik í dönsku úrvalsdeildinni og er aðeins með fimm stig. Álaborg er með ellefu stig.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner