Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fös 14. október 2022 12:05
Elvar Geir Magnússon
Gulldrengur Evrópu - Þessir eru tilnefndir
Jude Bellingham, Jamal Musiala og Gavi eru meðal þeirra sem tilnefndir eru sem Gulldrengur Evrópu 2022.

Pedri, leikmaður Barcelona, vann þessi verðlaun í fyrra og er aftur tilnefndur.

Verðlaunin hafa verið afhent síðan 2003 og er það besti fótboltamaður undir 21 árs aldri sem hlýtur verðulaunin ár hvert.

Bellingham, sem spilar fyrir enska landsliðið og Borussia Dortmund, er einn sá sigurstranglegasti. Hann getur orðið þriðji Englendingurinn til að hljóta verðlaunin, á eftir Wayne Rooney 2004 og Raheem Sterling 2014.

Lionel Messi, Sergio Aguero, Paul Pogba, Kylian Mbappe og Erling Haaland eru meðal þeirra nafna sem hafa hlotið verðlaunin.

Þessir eru tilnefndir:
Karim Adeyemi (Borussia Dortmund/ Red Bull Salzburg)
Antonio Silva (Benfica)
Jude Bellingham (Borussia Dortmund)
Eduardo Camavinga (Real Madrid)
Fabio Carvalho (Liverpool/Fulham)
Ansu Fati (Barcelona)
Gavi (Barcelona)
Wilfried Gnonto (Leeds United/FC Zurich)
Ryan Gravenberch (Bayern München/ Ajax)
Josko Gvardiol (RB Leipzig)
Fabio Miretti (Juventus)
Jamal Musiala (Bayern München)
Nico (Valencia, Barcelona)
Nuno Mendes (Paris Saint-Germain)
Pedri (Barcelona)
Giorgio Scalvini (Atalanta)
Benjamin Sesko (Red Bull Salzburg)
Mathys Tel (Bayern München/Rennes)
Destiny Udogie (Tottenham/Udinese)
Nicola Zalewski (Roma)
Athugasemdir
banner
banner
banner