Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   fös 14. október 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hræðsla um að meiðsli James séu alvarlegri en talið var í fyrstu
Enski hægri bakvörðurinn Reece James þurfti að fara meiddur af velli er Chelsea vann AC Milan, 2-0, í Meistaradeildinni fyrr í þessari viku.

James hefur verið einn af bestu hægri bakvörðum Englands síðastliðin ár.

Hann hefur spilað lykilhlutverk í liði Chelsea og er þá orðinn fastamaður í enska landsliðinu undir stjórn Gareth Southgate.

Núna segir Sami Mokbel á Daily Mail frá því að meiðsli James séu alvarlegri en í fyrstu var talið. Fólk er hrætt um það að hann missi af HM í Katar.

Enska landsliðið á fleiri hægri bakverði en það yrði samt sem áður áfall fyrir liðið að missa James út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner