Jose Sa markvörður Wolves hefur verið að spila ristarbrotinn nánast allt tímabilið en hann harkar af sér til að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni.
Þessi 29 ára gamli Portúgali ristarbrotnaði í leik gegn Fulham í 2. umferð en hann tryggði liðinu stig með því að verja vítaspyrnu frá Alexandre Mitrovic.
Steven Davis bráðabirgðastjóri Wolves hrósaði markverðinum fyrir að spila þrátt fyrir meiðslin.
„Þetta sýnir karakterinn hans. Það er mikilvægt að vita að það skiptir máli hvaða bein þetta er, það eru mismunandi bein sem gætu valdið minni vandamálum. Læknateymið, stjórinn og leikmaðurinn munu setjast niður og taka ákvörðun hvort hann eigi að halda áfram að spila," sagði Davis.
Athugasemdir