Frakkar hafa orðið fyrir áfalli fyrir heimsmeistarmótið sem framundan er því miðjumaðurinn N'Golo Kante er meiddur og getur ekki leikið með á mótinu.
Hann meiddist á æfingu hjá Chelsea og verður hann frá í þrjá mánuði. Meiðslin eru aftan í læri.
Samkvæmt The Athletic þá eru engar líkur á því að Kante jafni sig fyrir HM sem fram fer í Katar í vetur.
Þetta er áfall fyrir Frakka enda Kante mikilvægur hlekkur af þeirra liði. Hann spilaði stórt hlutverk er Frakkland vann heimsmeistaramótið í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Kante hefur verið mikið meiddur upp á síðkastið og er þetta auðvitað líka svekkjandi fyrir leikmanninn sjálfan.
Athugasemdir